Í gær kom Anton Scheel Birgisson færandi hendi á skrifstofu Húnaþings vestra og afhenti fyrir hönd ömmu sinnar, Helgu Kristinsdóttur frá Þorlákshöfn, öllum sýrlensku börnunum vettlinga og ullarsokka.
Helga er 80 ára og þegar hún heyrði af komu flóttamannanna í Húnaþing vestra þá vildi hún leggja sitt af mörkum og sagðist ekki hafa neitt betra að gera en prjóna á þau þrettán börn sem komu til Hvammstanga.
Á myndinni tekur Liljana Milenkoska við gjöfinni fyrir hönd sýrlensku barnanna og eru Helgu Kristinsdóttur færðar þakkir fyrir hlýhuginn.
Heimild: hunathing.is