Í lok september afhenti Arion banki í Fjallabyggð Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar 80 fótbolta, boltarnir eiga að nýtast í barna- og unglingastarfi KF.
Elsa Guðrún Jónsdóttir útibústjóri Arion banka í Fjallabyggð afhenti Halldóri Guðmundsyni yfirþjálfara barna- og unglingastarfs KF boltana, um 74 börn æfa að jafnaði fótbolta.

Elsa Guðrún Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson
Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: aðsendar