Farið var í viðgerð á turni Siglufjarðarkirkju í sumar að beiðni sóknarnefndar.

Skipt var um skrúfur í þakinu, allir turnhlerarnir lagaðir og skipt um alla litlu gluggana í turninum, Byggingafélagið Berg sá um  verkið.  

Blikkið á þakinu var hreinsað og málað, Jón Heimir Sigurbjörnsson sá um það verkefni.

Gamli krossinn á turni kirkjunnar var að ryðga í sundur og smíðaði JE vélaverkstæði nýjan kross og gaf Siglufjarðarkirkju.

Ánægjulegt er að sjá hvað ásýnd kirkjunnar er falleg eftir sumarið, eins og myndir Sveins Snævars Þorsteinssonar bera með sér.

Myndir/Sveinn Snævar Þorsteinsson