SÁÁ var að selja jólaálfinn til 7. desember og fengu söluaðilar ákveðna upphæð í sölulaun fyrir hvern álf.
Þeir Þorsteinn Þór Tryggvason og Janus Þorsteinson Roelfs seldu Jólaálfinn á Siglufirði og ákváðu að láta sölulaunin sín renna til góðgerðarmála.
Settu þeir sig í samband við Önnu Hermínu sem stendur fyrir söfnum jólagjafa til þeirra sem minna mega sín og létu sölulaunin ganga til hennar, með þeim orðum að þetta framtak gerði þá að betri mönnum og gæfi þeim gleði í hjarta.
Með tár á hvarmi vill Anna Hermína koma á framfæri hjartans þakklæti til þeirra fyrir hugulsemina og gjafmildina.
Anna Hermína safnar jólagjöfum í sextánda sinn
Mynd/aðsend