Afkomendur Huldu Jónsdóttur frá Seljanesi og Trausta Breiðfjörð Magnússonar úr Kúvíkum á Ströndum sem nú eru látin, hafa opnað opinbera ljósmyndasíðu úr safni þeirra hjóna sem þau fengu í arf.

Þetta eru skemmtilegar og merkar myndir sem segja sögu þeirra á löngum æviferli. Hulda fæddist 10 mars 1921og lést 24. maí 2020, 99 ára að aldri og Trausti fæddist 13 ágúst 1918 og lést 7. mars 2019 þá100 ára gamall.

Markmið síðunnar er að leyfa Strandamönnum sem og öðrum að njóta þessara merku heimilda og finna út hverjir eru á myndum sem ættingjar hafa ekki borið kennsl á.

Forsvarsmaður síðunnar er dóttursonur þeirra Huldu og Trausta, Geir Fannar Zoega. Öllum áhugasömum er boðið að skoða síðuna.

Sjá síðu:

Gamlar Strandamyndir Trausta Breiðfjörð Magnússonar og
Huldu Jónsdóttur

Trausti á Sauðanesi 100 ára í dag

Myndir/aðsendar