Magnús Eiríksson verður 75 ára í næstu viku.
Af því tilefni fóru þeir félagar, hljómsveitin Ingvar Valgeirsson & Swizz, í hljóðver og tóku upp gamla Mannakorns-slagarann Garún í nokkuð hressandi og hrárri rokkútgáfu.
Magnús fékk að heyra og veitti góðfúslegt leyfi til að gefa út.
Lagið verður leikið í þættinum Tíu Dropar, sem er á dagskrá FM Trölla alla sunnudaga k. 13 – 15.
Það var tekið upp í Stúdíó Bambus og var Stefán Örn Gunnlaugsson fenginn til að stýra upptökum.
Masteringu annaðist svo Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk Studios í Danmörku.
Ingvar Valgeirsson & Swizz eru:
Ingvar Valgeirsson – söngur, gítarar
Kristinn Gallagher – bassi
Helgi Víkingsson – trommur
Aðsent.