Gauti Már er 45 ára fæddur á Akureyri en fluttist til Ólafsfjarðar árið 1995.
Gauti er kvæntur Magneu Guðbjörnsdóttur og eiga þau þrjár dætur, Köru 22 ára, Marín Líf 19 ára og Auði Guðbjörgu 11 ára.

Gauti er Tæknistúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og með meistararéttindi í vélsmíði en hann rekur Vélsmiðju Ólafsfjarðar ásamt tveimur öðrum.
Helstu áhugamál Gauta eru fjölskyldan, garðyrkja og líkamsrækt.
Það er Gauta hugleikið að stuðla að eflingu atvinnulífs og nýsköpunar og snúa þeirri neikvæðu byggðarþróun við sem átt hefur sér stað síðustu misseri, auk þess finnst Gauta mikilvægt að finna tækifæri fyrir ungt fólk í Fjallabyggð sem farið hefur burt til menntunar að snúa aftur í heimahagana. Einnig vill hann beita sér fyrir því að auka þátttöku barna og unglinga í íþróttum og tómstundarstafi.

 

Frétt fengin af facebooksíðu: Sjálfstæðisflokks Fjallabyggðar