Í gær, mánudaginn 1. febrúar hlýddu nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga á kynningu hjá Geðfræðslufélaginu Hugrúnu. Þar fengu þau m.a. fræðslu um þunglyndi og kvíða og voru hvött til að leita sér hjálpar ef eitthvað bjátar á. Einnig voru þeim kynnt hvert þau geta leitað og hvaða leiðir er hægt að fara til að bæta geðheilsu sína.
Hugrún, geðfræðslufélag var stofnað vorið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands en í dag starfa nemendur úr Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri einnig þátt með félaginu. Markmið Hugrúnar er að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund.
Mynd/SMH