Þátturinn Tíu Dropar verður á dagskrá í dag kl 13 – 15
Það eru „Tröllahjónin“ Kristín Sigurjóns og Gunnar Smári sem stjórna þættinum.
Í þættinum verður gefin vegleg gjöf frá Snyrtistofu Hönnu sem heppinn hlustandi getur fengið með því að hringja inn í þáttinn á réttum tíma.
Hanna Sigga Ásgeirsdóttir útskrifaðist snyrtifræðingur fyrir 9 árum. Eftir að hafa starfað á Gyðjunni snyrtistofu í Reykjavík í 3 ár þá tók ég þá ákvörðun að flytja heim til Siglufjarðar, búin að fá nóg af borginni. Hugurinn stefndi á erlenda grundu og var komin með vinnu í Kaupmannahöfn þegar hún ákvað svo að slá til og opna stofu heima á Siglufirði, og er hér enn 6 árum síðar.
Snyrtistofa Hönnu er staðsett á Norðurgötu 4b á jarðhæð þar sem gamla apótekið var staðsett hér á árunum áður.
Þar er boðið upp á allar helstu meðferðir eins og t.d. hand- og fótasnyrtingu, ýmis konar andlitsmeðferðir, vaxmeðferðir, litun og plokkun.
Snyrtistofan er fyrir karla jafnt sem konur, eins og Hanna Sigga orðar það “Það er bara gömul mýta að snyrtistofur séu einungis fyrir konur, það þurfa allir að hugsa vel um sig”.
Hanna Sigga er einnig með verslun þar sem seldar eru vörur tengdar húð og umhirðu húðar, fær viðskiptavinurinn faglega ráðgjöf á vali á vörum við sitt hæfi og einnig eru útbúin gjafabréf sem upplagt er að gefa við öll tækifæri.
Seldar eru vörur frá Académíe sem er franskt og mjög rótgróið merki og hefur verið á markaði síðan 1890, einnig vörur frá þýska merkinu Janssen Cosmetics sem er mjög framsækið og hefur verið að sópa til sín verðlaunum í snyrtivöru bransanum. Þeir eru t.d. með heila línu sem er Vegan vottuð sem er frábær viðbót í flóruna.
Hægt að panta tíma í síma 467-2212 eða í gegnum facebook síðu stofunnar https://www.facebook.com/SnyrtistofaHonnu/
Fylgist með þættinum Tíu Dropar á FM Trölla í dag kl. 13. FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is
Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta
Tröllahjónin