Þegar líða tekur að jólum og landsmenn allflestir farnir að undirbúa hátíðina á ýmsan hátt til að gleðja sig og sína.

Þegar kemur að jólagjafakaupum er oft erfitt að velja, sérstaklega handa þeim sem allt eiga. Þá er gott að leiða hugann til þeirra sem búa við neyð víðsvegar um heiminn.

Unicef á Íslandi heldur úti vefsíðunni Sannar gjafir, þar er hægt að kaupa gjafir sem gefa áfram og skipta sköpum fyrir þá sem ekkert eiga.