Eins og trolli.is greindi frá á aðfangadag, var platan “17 Jólasálmar” leikin í heild á FM Trölla á aðfangadagskvöld kl. 18.

Á þessari geislaplötu sem hljóðrituð var á seinni hluta áttunda áratugarins og kom út sem geisladiskur 2011 leikur Helgi S. Ólafsson þáverandi organisti Hvammstangakirkju 17 vel þekkta jólasálma á pípuorgel kirkjunnar. Flutningur Helga þykir einlægur og hátíðlegur.

Geisladiskinn er hægt að kaupa, og styrkja þannig gott málefni. Þeir sem vilja eignast eintak geta haft samband við Freyju á sjúkrahúsinu á Hvammstanga, sem í dag heitir Heilbrigðisstofnun Vesturlands – HVE. Síminn þar er 432 1300 og vefsíðan: https://www.hve.is/starfsstodvar/hvammstangi/


Forsíðumynd: Kápa geisladisksins, myndataka: Páll Sigurður Björnsson