Þátturinn Gestaherbergið verður á dagskrá FM Trölla í dag.

Það eru að venju Helga og Palli sem stjórna þættinum og senda hann út úr stúdíó III í Noregi.

Í þættinum í dag munu hlustendur heyra lög sem tengist ákveðnum lagalista á Spotify.
Listinn heitir “Travelling into space” og geta lesendur valið um lög af listanum sem þau vilja heyra, og nefnt þau í commenti á síðu Gestaherbergisins og þar með tekið þátt í litlum samfélagsleik.

Síminn 5800 580 verður opinn fyrir óskalög og kveðjur, frægðarsögur og veðurlýsingar. Jafnvel uppskriftir og jólagjafaóskir.

Tónlistarhorn Juha verður á sínum stað. Okkur þykir alltaf spennandi að heyra hvaða lag Juha sendir okkur frá Danmörku.

Missið ekki af Gestaherberginu í dag frá klukkan 17:00 til 19:00 á FM Trölla og á Trölli.is

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.