Í dag verður þátturinn Gestaherbergið sendur út úr stúdíói III í Noregi.
Palli og Helga sjá um þáttinn sem er síðasti þáttur fyrir sumarfrí.

Helga er með tilkynningu um þáttinn og segir hún frá í þættinum.

En annars er þemað endalok.

Síminn verður opinn fyrir óskalög og fleira. Endilega hringið í síma 5800 580 ef þið viljið á milli klukkan 17 og 19.

Missið ekki af endalokaþema í seinasta þætti Gestaherbergisins fyrir sumarfrí klukkan 17:00 til 19:00 á FM Trölla og á trölli.is.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is  sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.