Mynd tekin á efstu hæð í blokk í Reykjavík fyrir sunnan.

Jónsmessunótt er sú nótt kölluð sem er aðfararnótt Jónsmessu þann 24. júní. Víðast hvar er Jónsmessu fagnað í Evrópu og víðar sem miðsumarshátíð og þá haldin ýmist á sólstöðum þann 21. eða dagana þar á eftir til 24. júní, segir á Wikipedia.

Því verður Jóns-þema í Gestaherberginu í dag og hlustendur gætu fengið uppáhalds Jóns-lagið sitt spilað í þættinum, með því að hringja í Gestaherbergið og biðja um það.
Síminn er 0047 926 96 336

Í dag verða spiluð ný og nýleg lög, bæði íslensk og ekki íslensk en að öðru leiti verður þátturinn mjög vanalegur og mun sjálfsagt leita í flestar aðrar áttir en búist er við, eins og venjulega.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla í dag kl 17.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á síðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is