Gestaherbergið verður opið almenningi í dag á milli klukkan 17:00 og 19:00.
Helga og Palli bjóða ykkur velkomin inn.

Stjörnubjartur himinn er með því flottar að horfa á og því verða spiluð lög tengd stjörnum. Ekki kvikmyndastjörnum, tónlistarstjörnum eða svoleiðis störnum. Nei, einblínt verður á stjörnurnar á himninum og reynt að finna lög tengd stjörnum.

Áhættulagið og afmæliskveðjurnar verða á sínum stað og jafnvel eitthvað fleira.

Sérð þú Karlsvagninn á myndinni?

Ekki gleyma að hlusta á þáttinn sem er sendur út úr studio III sem er staðsett í Sandefjord í Noregi.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.