Í dag verður sænskt þema í Gestaherberginu.
Stór hluti af lögunum sem spiluð verða koma frá Svíþjóð.

Fyrsta óskalag er komið á lista en það er fyrir dyggan hlustanda okkar á Hvammstanga.
Þú getur beðið um óskalag með því að senda okkur skilaboð inni á síðu Gestaherbergisins á Facebook.
Síminn í þættinum er +47 926 96 336

Hugsanlega verður kíkt á gamlar, og jafnvel nýjar fréttir, skrítnar staðreyndir lesnar upp og talað um Eurovision.
En annars mun þessi þáttur verða heimilislegur og ekki mikið undirbúinn.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla á þriðjudögum kl 17 til 19.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.
Á síðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is