Í dag verður á dagskrá FM Trölla þátturinn Gestaherbergið, sendur út í beinni útsendingu úr stúdíói III í Moss í Noregi og stúdíói IX í Mosfellsbæ á Íslandi.
Og í dag verður Daníel með Palla í stað Helgu.
Þema dagsins er Idol svo að ef þig langar í Idol óskalag þá geturðu hringt í þáttinn og beðið um það. Síminn er 5800 580 og verður opinn á meðan þátturinn er sendur út.
Þeir gaurar munu kíkja á fréttir og finna upp á einhverju merkilegi og/eða ómerkilegu til að tala um ásamt því að spila hressilega tónlist.
Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla í dag, þriðjudaginn 5. mars kl. 17:00 til 19:00.
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga og á Hvammstanga og nágrenni.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.