Á Síldarminjasafninu er ekki einungis leitast við að varðveita sögu síldariðnaðarins á Siglufirði, heldur landsins alls.

Seyðisfjörður er einn þeirra staða á landinu þar sem síldariðnaðurinn varð blómlegur og umfangsmikill. Í þessari merku bók, sem varðveitt er á safninu, er skrá yfir nöfn allra síldarstúlkna sem störfuðu á söltunarstöðinni Neptún árið 1966, ásamt launaútreikningi en síldarstúlkur unnu almennt í akkorði og skipti því sköpum að kunna handtökin vel.

Myndir/Síldarminjasafn Íslands