Kotasælupönnukökur – uppskriftin gefur um 18 litlar pönnukökur

  • 3 egg
  • 1 bolli kotasæla
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 2 msk. hunang eða agave síróp
  • ½ bolli hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • ¼ tsk. salt
  • smjör, olía eða olíusprey

Setjið fyrstu 4 hráefnin í skál og hrærið þeim saman. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið saman.

Hitið pönnu við miðlungsháan hita og setjið smá af olíu eða smjöri á pönnuna. Setjið um 1 msk. af deiginu á pönnuna fyrir hverja pönnuköku.

Steikið í 2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til pönnukakan er gyllt á lit og steikt í gegn.

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit