Gestir ársins á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði eru orðnir rúmlega 1400. Náði gestafjöldinn nýju meti þegar árgangur ´79 frá Siglufirði heimsótti setrið, Þórarinn Hannesson kynnti starfsemi setursins, spilaði og söng nokkur lög og siglfirskar gamansögur voru sagðar. Var glatt á hjalla og mikið hlegið.
Aðsókn að Ljóðasetrinu hefur aldrei verið meiri á einu ári. Árið 2015 komu 1310 gestir í Ljóðasetrið en nú eru þeir orðnir 1400. Stefnt er að því að gestir setursins í ár verði yfir 1500.
Sjá fleiri fréttir þar sem Ljóðasetur Íslands kemur við sögu: HÉR
Mynd: Ljóðasetur Íslands