Nemendur enskukennarans Anthony M. La Pusata í tungumálaskóla á Sikiley voru gestir í enskuáfanga hjá Tryggva Hrólfssyni kennara við Menntaskólann á Tröllaskaga í síðustu viku.

Anthony leggur sérstaka áherslu á hæfni í samræðum en í enskukennslu á Ítalíu er almennt nokkuð mikil áhersla á málfræði og ritun en minni á samræðuhæfni.

Hann og nemendur hans voru í morgun að kynna sér hvernig framhaldsskóli virkar á Íslandi og áherslur í námi og kennslu í MTR, svo sem vendikennslu og leiðsagnarmat án lokaprófa.

Ítölsku nemendunum fannst þeir íslensku frjálslegir í fasi og létu í ljósi að þeir gætu vel hugsað sér að flatmaga í sófum á meðan þeir læra eins og gjarnan er gert í MTR. Þeim fannst athyglisvert að rekast á Bergþór Morthens í nærverunni að kenna nemendum portrettmálun frá vinnustofu sinni í Gautaborg í Svíþjóð.

Þá vakti athygli að allir nemendur yrðu að taka inngangsáfanga í listum án tillits til þess hvaða braut þeir væru á. Hugmyndin er að nemendurnir á Sikiley og í MTR bæti samræðuhæfni sína á ensku með æfingum síðar í vetur.

Myndir/ MTR