Gillon skellti sér í stúdíó á seinustu mánuðum ársins 2022 til þess að freista þess að koma út lagi á afmælisdaginn sinn, þann 1. janúar þriðja árið í röð.

Undanfarin tvö ár á þessum fyrsta degi ársins komu út kynningarlög fyrir plötuna Bláturnablús, en að þessu sinni er það stakt lag er nefnist „Seppe Jensen“, en það á rætur að rekja til dönskuverkefnis í FNV fyrir um 25 árum.

Lagið er eftir Gísla Þór Ólafsson, ásamt hluta af textanum, en meðhöfundar af texta eru þeir Freyr Rögnvaldsson og Ólafur Heiðar Harðarson.

Hugmyndin um Seppa og vinkonu hans Stellu þróaðist svo út í söngleikjahugmynd, sem að vísu hefur ekki enn séð dagsins ljós.

Upptökur fóru fram í Stúdíó Benmen og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar.

Hlekkir á lagið: Youtube: https://www.youtube.com/watch?v=5_D4lRPykBo
Spotify: https://open.spotify.com/album/7v4sPUBUmLeQ8k35Pm7hcN?si=i2YMIObRRkiwZqGHL5ZHlg