Hið vinsæla Þorláksmessuhlaðborð Hallarinnar í Ólafsfirði verður í boði frá kl. 12:00-13:30 og kl.18:00- 20:00 fimmtudaginn 23. desember.
Viðskiptavinum er bent á að panta borð til að tryggja sér sæti.

Hlaðborðið inniheldur:
Skötu – saltfisk – síginfisk – selspik – plokkfisk – harðfisk – hákarl – skötustappu – jólabrennivín – kartöflur – rófur – hamsatólg – hangiflot – rúgbrauð – kaffi og konfekt.

Verð:
5.800 kr.
1.290 kr. fyrir börn en frítt fyrir þriggja ára og yngri.

Hægt er að panta borð í síma 466 4000 eða senda skilaboð á facebooksíðu Hallarinnar.