Nýtingin í Frístund allt að 93%.
Undanfarin ár hefur verið boðið upp á fjölbreytta dagskrá að loknum skóladegi fyrir nemendur í 1. – 4. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar.
Að þessari dagskrá standa nokkur íþróttafélög, tónskólinn og grunnskólinn og er hún frá 13:30 – 14:30.
Nemendur geta þannig sett saman spennandi og fjölbreytta dagskrá alla vikuna að loknum skóladegi og jafnvel lokið íþróttaæfingum vikunnar.
Á fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 10. júní sl. var þessi bókun gerð:
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir starfið í Frístund í vetur, framboð og fyrirkomulag. Frístund hefur verið vel nýtt og er nýtingin allt að 93%. Ánægjulegt er að sjá greinilega aukningu á nýtingu milli ára og telur fræðslu- og frístundanefnd að með þessu starfi sé grunnur lagður að heilsueflingu barna og auknum félagsþroska.