Lagt er fram erindi Golfklúbbs Fjallabyggðar á 715. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar ásamt fylgiskjölum, í erindinu óskar golfklúbburinn eftir framkvæmdastyrk að fjárhæð 30 millj.kr. vegna uppbyggingar og framkvæmda á Skeggjabrekkuvelli.
Einnig fór stjórn klúbbsins þess á leit að fá að koma á fund bæjarráðs til að fylgja erindi golfklúbbsins eftir.
Á fundinn mættu f.h. stjórnar GF; Rósa Jónsdóttir, Björn Kjartansson og Sigurbjörn Þorgeirsson.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Golfklúbbs Fjallabyggðar fyrir góðar umræður á fundinum og samþykkir að vísa framlögðu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar.