Eftir tveggja ára hlé er Síldarævintýrið haldið á nýjan leik á Siglufirði og hófst í gær með allskonar viðburðum.
Sú nýung er í ár að boðið var upp á götugrill víðsvegar um bæinn í boði Aðalbakaríis, Kjarnafæðis og Kjörbúðarinnar.
Götugrillin voru á tíu stöðum í bænum fimmtudaginn 1. ágúst og voru mjög vel sótt af bæjarbúum og gestum.
Mikil og góð stemming var allstaðar og greinilegt að íbúar Siglufjarðar og gestir nutu samverunnar í blíðskapar veðri.
Hér að neðan eru myndir frá öllum grillstöðunum og eins og sjá má tókst hverfa/götu grillið með eindæmum vel.
Sjá dagskrá: Hér

Guðmundur Óli Sigurðsson einn af forsvarsmönnum Síldarævintýris keyrði út veisluföng á grillstaðina

Grillað var á tveimur stöðum í bláa hverfinu

Hér er verið að grilla á Fossveginum og Vilmundur Ægir ánægður með lífið og tilveruna

Hressir yfirgrillarar

Á leið í grillið með stóla með sér

Hér eru íbúar blá hverfisins að grilla í Mjóstræti

Virkilega vel að öllu staðið

Bláa hverfið

Græna hverfið grillaði saman á malarvellinum

Græna fjölskyldan

Grillari

Allir þeir sem stóðu við grillin eiga heiður skilinn fyrir frábært starf

Auðvitað mætti hljóðmaður á svæðið í grænum buxum

Gula hverfið grillaði á Aðalgötunni

Veðrið lék við gestina

Hér var nóg að gera hjá grillaranum

Í rauða hverfinu voru fimm grillstaðir og hér var verið að grilla við Suðurgötuna

Rauðir grillarar

Hér var mikið hlegið

Hér er verið að grilla á pallinum hjá Anitu Elefsen og Jóni Karli

Hér var dekrað við gesti og var haft fyrir satt að á boðstólnum hafi verið krókódíla kjöt sem Sandra Finnsdóttir er að smakka

Nágrannar koma saman

Grillað í Eyraflöt og allir rauðir

Gleðskapur og gott mannlíf

Ónefndur Liverpoolari hafður með í fjörinu

Hér eru íbúar Laugarvegar saman komnir

Hér eru allir með

Þrír golfarar

Glæsilegir grillarar

Hér var boðið upp á flotta tónlist

Rautt skal það vera

Þórarinn Hannesson skemmti gestum á Hafnargötunni

Virkilega gaman að sjá hvað var vel mætt í öll hverfagrillin

Hafnargara og Hafnartún grilluðu saman

Það voru Kjarnafæði, Aðalbakarí og Kjörbúðin sem gáfu íbúum grunninn að skemmtilegri grillveislu með pylsum, pylsubrauðum og hefðbundnu meðlæti með pylsunum

Hér eru íbúar við Hverfisgötu og nágrennis að grilla saman

Tveir flottir

Ljósmyndarinn segir að þessi hópur hafi verið sá háværasti, það var alveg svakalega gaman hjá þeim

Allstaðar voru börnin með og fengu að njóta sín