Lagt fram erindi Gunnsteins Ólafssonar f.h. Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar á 656. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, þar sem fram kemur að stjórn setursins hefur ákveðið að Þjóðlagahátíðin á Siglufirði sem halda átti dagana 1. – 5. júlí, verður ekki haldin í ár vegna Covid-19.

Í stað þess verða haldnir fernir tónleikar í Siglufjarðarkirkju sumarið 2020. Sótt hefur verið um styrk til Tónlistarsjóðs vegna þeirra.

Fjallabyggð samþykkti styrk til þjóðlagahátíðar 2020, kr. 800.000 og kr. 800.000 til Þjóðlagaseturs. Óskað er eftir því að bæjarráð Fjallabyggðar veiti umræddan styrk til Þjóðlagahátíðar 2020, til Þjóðlagasetursins vegna rekstrarvanda safnsins árið 2020.
Styrkur frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) til Þjóðlagaseturs árið 2019 var kr. 1.600.000 en í ár kr. 1.000.000. Viðbótarstyrkur frá Fjallabyggð er nauðsynlegur til að brúa þetta 600.000 króna bil, svo setrið verði ekki rekið með halla árið 2020.

Þá má einnig gera ráð fyrir lægri tekjum í ár vegna fækkunar erlendra ferðamanna sem voru 60% gesta á árinu 2019. Sú staðreynd sýnir fram á enn ríkari þörf á að Fjallabyggð veiti Þjóðlagasetrinu þann styrk sem annars var ætlaður Þjóðlagahátíðinni sumarið 2020.

Bæjarráð hafnar því að veita styrk sem ætlaður var til Þjóðlagahátíðar árið 2020 til reksturs safnsins og áréttar að styrkir verða ekki greiddir út vegna hátíða eða viðburða sem ekki fara fram á árinu 202

Í ljósi rekstrarvanda safnsins samþykkir bæjarráð að veita safninu styrk sem samsvarar launakostnaði sveitarfélagsins við eitt sumarátaksstarf námsmanns í tvo mánuði og er kostnaður við hann kr. 414.000.