Óvenjumild tíð hefur verið í Fjallabyggð að undanförnu og því hefur sveitarfélagið ákveðið að ráðast í snemmbúna vorhreinsun. Venjulega er á þessum árstíma enn mikill snjór á svæðinu en hlýindi síðustu daga hafa skapað aðstæður til að hefja hreinsunarstarf fyrr en venjulega.
Hreinsunartæki hafa verið kölluð til með það að markmiði að snyrta götur og gangstéttir. Sérstaklega verður unnið að því að fjarlægja sand sem dreift hefur verið yfir vetrartímann til hálkuvarna, en með þessu er komið í veg fyrir að hann berist í fráveitukerfið.
Sópað verður á Siglufirði í dag, fimmtudag, og í Ólafsfirði á morgun, föstudag.
Mynd/Fjallabyggð