
Það var líf og fjör á Why Not Lago á Ensku ströndinni á Gran Canaria þegar yfir 300 Íslendingar skelltu sér á ball með Grétari Örvarssyni á laugardagskvöldið síðast liðið.
Kvöldið byrjaði með veislu á veitinga og skemmtistaðnum Why Not Lago þar sem dýrindis Bbq rif voru borin á borð.
Það var síðan hinn eini og sanni Grétar í Stjórninni Örvarsson sem steig á stokk og hélt uppi gríðarlegu stuði fram eftir kveldi og má segja að hiti og sviti séu réttu orðin til að lýsa stemmningunni þegar fólk sveif um gólf í trylltum dansi. Það voru glaðir og sveittir Íslendingar sem skunduðu síðan heim á leið eftir að hafa sungið saman lagið “Ég er kominn heim”.
Meðfylgjandi eru myndir sem Andri Hrannar tók í gærkvöldi.












