Í síðustu viku lögðu  lögreglumenn hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sérstaka áherslu á atriði er varða ljósabúnað bifreiða sem og öryggisbelta og símanotkun ökumanna. Almennt eru þessir hlutir eru í lagi en alltaf má gera betur.

Höfð voru afskipti af 165 ökumönnum þar sem ljósabúnaður bifreiða var ekki í lagi eða ekki rétt stilltur. Þá voru 28 ökumenn kærðir fyrir hin ýmsu brot, s.s. að vera ekki með öryggisbelti spennt, talandi í síma án þess að nota handfrjálsan búnað og akstur undir áhrifum fíkniefna svo eitthvað sé nefnt.

Eru ökumenn beðnir að huga að þessum atriðum, gangandi og hjólandi vegfarendur að endurskinsmerkjum.

 

Mynd: Lögreglan