Um síðustu helgi fór pistlahöfundur í helgarferð til Kristianstad  sem er sögufrægt Sænskt/Danskt bæjarfélag hér í suður Svíþjóð.
Bærinn ber nafn hins sögufræga Kristian IV av Danmark.

Margir Íslendingar kannast við þetta bæjarnafn gegnum fréttir af góðu árangri landsliðsmanna og kvenna sem spila handbolta og knattspyrnu í þessum fallega bæ, en í sjálfum bæjarkjarnanum búa um 40.000 manns og samanlagt um 90.000 íbúar í bæjarfélaginu öllu.

Mynd frá Gogglemaps: Göteborg – Kristianstad.

Það sem stendur upp úr í huga greinarhöfundar er ekki endilega saga bæjarins sem vissulega er sögð á einstaklega skemmtilegan máta í byggðasafninu.

Nei…
… það sem stendur upp úr er að hafa gengið út af hótelinu í miðbænum, úr bílaumferð og hávaða sem fylgir miðbæjarlífinu, yfir eina götu og þaðan yfir fallega trébrú og eftir 5 mínútna göngutúr er maður staddur í votlendisparadís með fjölbreytilegum gróðri, fuglasöng og ólýsanlegri kyrrð og náttúrufegurð inn í miðjum bæ.

Sjá stutt myndband hér undir sem sýnir vel þetta dásamlega griðland fyrir fólk og fugla í miðju bæ. Paradísar umhverfi sem er allt saman endurskapað með mikilli elju og vinnu.

Hótelið var staðsett í þessu virðulega gamla húsi sem sést í miðri mynd í myndbandinu hér fyrir ofan.

Á götuhorninu við hótelið vakti þessi stytta athygli okkar Íslendinga, því hún heitir “Maðurinn í íslensku peysunni.”


SAMSPIL OG SAMVERA MANNESKJU OG NÁTTÚRU!

Getur það gagnast okkur manneskjum að breyta hugmyndafræði okkar um hvernig við náum sáttum við náttúruna sem við erum svo lengi búinn að níðast á og ofnota?

Ó, já, svo sannarlega.
Vattenriket í Kristianstad er margverðlaunað og heimsfrægt dæmi sem sannar fyrir okkur öllum að þetta er hægt.
Yfir 130.000 túristar koma árlega í heimsókn í Vattenriket.

Pistlahöfundur getur ekki að því gert að dragast í huganum heim á Siglufjörð og gera samanburð við gamla öskuhaugasvæðið á Leirutanganum sem hefur hægt og rólega verið að breytast í fuglaparadís í miðjum bæ.

En það er enginn Steypustöð í miðri votlendis náttúruperlunni hér í miðbæ Kristianstad.
Það er sárt að ekki sé hægt að ná sáttum heima á Sigló um framtíðarskipulag Leirutanga.

Það er einnig leiðigjarnt að lesa ömurlegar árásir á fólk sem hefur lagt á sig áratuga sjálfboðavinnu við fuglavernd sem hefur einmitt skapað t.d. æðarvarpið á Leirutanga sem og fram á firði og fyrir handan fjörð.

Þetta hefur alla tíð ( í um 40 ár ) snúist um hugsjónir og náttúruverndarstarfsemi og aldrei um peninga eða útboð á því sem náttúran gefur til baka.

Staðreyndin er að þetta svæði og ekki síst votlendið suður við Langeyrina er jafn mikið GRIÐLAND fyrir fólk eins og fugla.
Ferðafólki finnst þetta eftirtektarvert og jafn mikið ef ekki merkilegra en öll sú saga sem sögð er á öllum söfnum Fjallabyggðar.
Pistlahöfundur mælir eindregið með því að bæjarstjórn Fjallabyggðar skelli sér í námsferð til Kristianstad, því þar er hægt að læra mikið um samlifnað manneskjunnar við náttúruna inn í miðjum bæ.

Það tók yfir 30 ár að skapa þessa votlendisparadís í Kristianstad og það voru auðvitað skiptar skoðanir í upphafi um hvort að það væri þess virði að skapa náttúruperlu í miðjum bæ eða hvort að það væri bara ekki best að fylla upp í þessa mýri og malbika og byggja yfir þetta allt saman. Held samt að flestir séu ánægðir og sáttir í dag og það er svo sannarlega stórkostleg upplifun fyrir bæði sál og líkama að koma í þetta dásamlega umhverfi.

Hér undir er hægt að horfa á stutt og fræðandi myndband sem var gert í tilefni 30 ára afmælis Vattenriket í Kristianstad. Þar á eftir birtast ykkur tvö myndaalbúm, annað sýnir myndir sem pistlahöfundur tók á göngu um svæðið sem og heimsókn í fræðasetur sem sýnir okkur gróður og dýraríkið sem hefur myndast þarna inn í miðjum bæ og seinna albúmið eru myndir frá göngu um miðbæinn sem og heimsókn  í Regionmusseet Kristianstad.


Svæðið er allt mjög svo aðgengilegt fyrir fólk á öllum aldri og auðvelt er að ganga um svæðið sem og að fara í bátsferðir á kajak og fl.

Sjá meira hér í fræðandi myndbandi á ensku á Youtube.com um sköpun, stjórnun og þróun lífríkisins í Vattenriket:

Kristianstads Vattenrike Biosphere Reserve – for the benefit of man and nature

Og

Ecosystem services in Kristianstads Vattenrike – benefiting nature and people

Biosphere reserves are areas of natural value where people and nature develop in harmony. They are designated by UNESCO as part of its Man and the Biosphere Programme. In Kristianstads Vattenrike Biosphere Reserve society is deve-loping in ways that benefit both nature and people. Few places in Sweden can boast such natural diversity as Kristianstads Vattenrike. The more than 100,000 hectare biosphere reserve covers much of the Municipality of Kristianstad in north-eastern Skåne, from Linderödsåsen Ridge to the coast, with the rich wetlands of the River Helge å and the urban centre of Kristianstad at its heart. More than 70,000 people live in these richly varied settings, which have been shaped in part by centuries of cultivation and human activity. The river is flanked by seasonally inundated grasslands, wet forests and reed beds. Streams cascade from the ridge through ravines lined with leafy forests, while the sandy grasslands provide a unique habitat for many species of flora and fauna.
The Biosphere Office works to conserve, develop and support the area’s biological, cultural, historical, economic and social values in a sustainable way — for the benefit of both nature and people.

MYNDAALBÚM 1. VATTENRIKET

MYNDAALBÚM 2.
MIÐBÆRGÖNGUTÚR, KYRKJA OG HEIMSÓK Í BYGGÐA OG LISTASAFN SAFN

Með í för pistlahöfundar í göngutúrum um Kristianstad er Siglfirðingurinn Kristján Jóhann Matthíasson.

Á listasafninu var skemmtileg sýning um barnabóka hetjuna Petterson og Findus köttinn hans. Annars var fullt af listaverkum á torgum og götum út um allan bæ.

Höfundur texta, ljósmyndari og myndvinnsla:
Jón Ólafur Björgvinsson

Heimildir:
Vísað er í heimildir í slóðum í greininni.

Forsíðu ljósmynd:
Lánuð úr myndbandinu, Naturum Vattenriket i Kristianstad.

Aðrar sögur, myndasyrpur og pistlar eftir sama höfund finnur þú hér á trölli.is:
AUTHOR: JÓN ÓLAFUR BJÖRGVINSSON