Grillhyttan í Hvanneyrarskál hefur nú verið opnuð á ný eftir brunaskemmdir sem urðu á húsinu fyrr í sumar.

Fjölmargir lögðu hönd á plóg til að gera við og koma aðstöðunni aftur í nothæft ástand. Mark Duffield og Anna Hulda Júlíusdóttir sáu um að bera fúavörn utan á og innan í hyttuna. Anna Lind Björnsdóttir, Arnar Stefánsson, Sandra Finnsdóttir og Sunna sáu um þrif á húsinu. Ragnar Ragnarsson annaðist akstur með rusl og efni til flotunar, og Björn Jónsson og Helena Dýrfjörð unnu að bruna viðgerðum og umfangsmikilli endursmíði sem reyndist nauðsynleg.

Þær Þórhildur Sólbjørnsdóttir og Vaka Þórisdóttir komu fyrstar á vettvang þegar eldurinn kom upp og urðu til þess að ekki varð meira tjón en raun bar vitni. Þær voru á göngu á svæðinu, urðu eldsins varar og brugðust skjótt við.

Aðstandendur Grillhyttunnar vilja einnig þakka Byggingarfélaginu Berg ehf og L-7 ehf fyrir veitta aðstoð og stuðning við verkefnið. Vonir standa til að hyttan nýtist áfram sem góð aðstaða og að gestir sýni henni góða umgengni.

Grillhyttan í Hvanneyraskál skemmdist í eldsvoða

Myndir/af facebooksíðu Grillhyttunar