Matvælastofnun vekur athygli neytenda á plasti sem ekki er hægt að útiloka að finnist í nokkrum tegundum af Síríus súkkulaði. Nói Síríus hefur innkallað umræddar lotur af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

Uppfært 17.01.20 – fleiri tegundir innkallaðar:

Innköllunin á einungis við framleiðslulotur á mynd (Best fyrir dagsetningar merktar bláar eru viðbót)

Plastið sem kann að hafa farið í súkkulaðið er ýmist blátt eða bleikt að lit og ætti því að vera sýnilegt neytendum þegar varan er opnuð. Viðskiptavinum sem hafa keypt vörurnar er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim í þeirri verslun þar sem þær voru keyptar eða hjá Nóa Síríusi. Nánari upplýsingar veitir Nói Síríus: noi@noi.is, 575 1800.

Ítarefni

Frá Matvælastofnun