Miðvikudaginn 2. maí verður fremur rólegt veður á vesturhelmingi landsins en bætir smám saman í él þegar líður á daginn. Um landið austanvert ganga skil frá suðri til norðurs með rigningu eða slyddu. Síðan tekur við ákveðin suðvestanátt með éljum en lengst af þurrt norðaustantil á landinu. Fremur svalt í veðri. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir að vindátt verði suðlægari, en jafnframt vætusamari og þá er að sjá að hitatölurnar verði á uppleið, allavega í bili, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Veðurspá næstu daga
Vestlæg átt, 3-8 og stöku él S- og V-lands en breytileg átt 5-10 og slydda eða rigning með köflum A-til, en styttir upp í kvöld.
Vaxandi suðvestanátt í fyrramálið, víða 10-15 og él á morgun, en yfirleitt þurrt NA-til.
Hiti 1 til 7 stig að deginum, mildast SA-lands í dag, en á A-landi á morgun.
Á fimmtudag:
Suðvestlæg átt, 8-15 m/s með rigningu á SA-landi fyrripartinn, en éljum S- og V-lands. Úrkomulaust NA-lands. Hiti 1 til 8 stig að deginum, mildast A-til.
Á föstudag og laugardag:
Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él S- og V-lands, hvassast við sjávarsíðuna, en hægari og bjartviðri NA-til. Hiti 1 til 8 stig að deginum, mildast NA-lands. en allvíða næturfrost í innsveitum.
Á sunnudag:
Suðvestan hvassviðri og skúrir eða slydduél V-lands, en léttskýjað eystra. Hægt hlýnandi.
Á mánudag og þriðjudag:
Ákveðin sunnanátt með rigningu, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast NA-til.
Texti fengin af vef: Morgunblaðsins
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir