Lagt var fram erindi dagsett 30. apríl 2019 fyrir skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar 2. maí, þar sem forstöðumaður og hjúkrunarforstjóri Hornbrekku óskar eftir leyfi fyrir 6 hænum á lóð stofnunarinnar.

Erindið var samþykkt og mega nú íbúar Hornbrekku halda hænsni og verða þau eflaust mörgum til ánægju.