Á dögunum barst fyrirspurn til Trölla.is um hvenær ærslabelgurinn á Blöndals túni verður blásinn upp.

Haft var samband við Fjallabyggð og var því svarað til að “það verður ekki hægt að blása upp belginn fyrr en túnið þornar betur upp”.

Það styttist vonandi i það því síðasti snjóskaflinn er að hverfa og ef veðráttan helst þurr ættu börnin að njóta þess að hoppa og skoppa þarna áður en langt um líður.

Síðasti snjóskaflinn er óðum að hverfa

 

Búið er að blása upp ærslabelginn á Hvammstanga, börnunum til mikillar gleði