Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og forsvarsmaður Bliku.is segir kuldakastið síðustu daga afbrigðilegt og fordæmalausir frá 1951. Útlit er fyrir að morgundagurinn verði tíundi dagurinn í röð þar sem t.d. hitinn í Reykjavík fer ekki yfir frostmark.
Einnig er frostið fyrir norðan talsvert eins og sjá má á skjáskoti af Trölla.is.
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent út aðvörun til íbúa um að fara alls ekki út á lagnarísinn á Pollinum á Akureyri og á það sama um aðra íbúa Norðanlands þar sem vötn og sjór eru ísilögð.
Það segir einnig meðal annars “Það er ekki tekið til baka ef þið fallið niður um vök og/eða undir ísinn. Bæði er sjórinn um frostmark og síðan er straumur í firðinum og ekkert víst að þið komist upp aftur og erfitt að ná til þeirra sem falla niður. Biðlum til foreldra að ítreka við börn sín að þetta sé afar hættulegur leikur”.
Myndir frá vefmyndavél Trölla á Siglufirði: