Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra að hækka viðbúnaðarstig af óvissustigi yfir á hættustig almannavarna vegna óveðurs í samráði við Veðurstofu Íslands . Almannavarnir áttu stöðufund með Veðurstofu Íslands og kom fram að veðrið væri ekki búið að ná hámarki en farið að hafa veruleg áhrif á samfélög þessara lögregluumdæma. Varðandi Vestfirði er aðallega um að ræða Strandir í takt við rauða viðvörun Veðurstofunnar. Búast má við áframhaldandi óveðri og ófærð auk þess sem er stórstreymt er þessa daganna. Við þessar aðstæður hefur myndast ísing á raflínum með tilfallandi rafmagnsleysi.
Skilgreining á hættustigi almannavarna:
Ef hættumat leiðir í ljós að hætta fer vaxandi verður að grípa til tafarlausra ráðstafana til að tryggja sem best öryggi þeirra sem á svæðinu búa/dvelja. Slíkt er gert með því að efla viðbúnað neyðar- og öryggisþjónustunnar á viðkomandi svæði, ásamt því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða s.s. rýmingar, brottflutnings eða lokunar svæða. Einnig eru leiðbeiningar og viðvaranir einkennandi fyrir þetta stig (almannavarnir.is).
Engilsh below
The National Commissioner of the Icelandic Police in collaboration with the District Commissioners in the Vestfirðir, Norðurland vestra and Norðurland eystra has decided to raise the uncertainty phase to alert phase due to extreme weather. The storm will rage until tomorrow morning and perhaps longer. There are power outages in several areas in the northern half of the country. Travel advisories are in effect and many roads are closed. Please follow the weather forecast at https://en.vedur.is/ and road conditions www.road.is.
Alert Phase (Hættustig):
If a hazard assessment indicates increased threat, immediate measures must be taken to ensure the safety and security of those who are exposed/ in the area. This is done by increasing preparedness of the emergency- and security services in the area and by taking preventive measures, such as restrictions, closures, evacuations and relocation of inhabitants. This level is also characterized by public information, advice and warning messages.