Hafin er framkvæmd um smíði á bryggju í Hornbrekkubót, Ólafsfirði.
Trésmíði ehf. mun sjá um smíðina.
Framkvæmdin er samkvæmt framkvæmdaáætlun og hefur Fjallabyggð þegar keypt allt efni sem þarf til verksins.
Tilboð í verkið voru opnuð í Ólafsfirði þriðjudaginn 18 júlí, þar sem bæjarráð hafnaði framkomnu tilboði. Deildarstjóra tæknideildar var falið að ræða við tilboðsgjafa og aðra verktaka um að taka að sér verkefnið. Eftir frekari viðræður við tilboðsgjafa gerði hann tilboð í uppsetningu á bryggjunni í tímavinnu.
Gróf áætlun gerir ráð fyrir að uppsetningin sé um 5,5 milljónir en unnið hefur verið að tímaáætlun á vegum Fjallabyggðar.
Bryggja við Ólafsfjarðarvatn
Verðkönnun vegna Bryggju í Hornbrekkubót, Ólafsfirði