Hafnar eru æfingar á söngleiknum Himinn og jörð eftir Ármann Guðmundsson en er söngleikurinn saminn fyrir Leikflokk Húnaþings vestra við 16 lög Gunnars Þórðarsonar .
Um 40 manns taka þátt í undirbúningi sýningarinnar enda verkin ófá. Meðal annara eru um 6 stúlkur sem sjá um barnapössun enda ófáir foreldrar sem eru þátttakendur verksins. Kór- og hljómsveitaræfingar hófust í byrjun janúar og leikæfingar seinni hluta þess mánaðar. Er Ármann Guðmundsson leikstjóri verksins en kór- og hljómsveitarstjóri er Ingibjörg Jónsdóttir.
Áætlaðir sýningadagar eru um komandi páska og verða þeir auglýstir nánar síðar ásamt ýmsum tilboðum sem verða í boði í samvinnu við matar- og gististaði í Húnaþingi vestra.
Myndir/Leikflokkur Húnaþings vestra