Undanfarin ár hafa nokkrir hakkarar komið saman á hverju hausti, á Hvammstgana, um sláturtíð, til að hakka nokkra kindaskrokka til eigin nota.
Gleði og hamingja er ríkjandi meðal hakkaranna og oft glatt á hjalla.
Afraksturinn gengur undir nafninu “Glaumbæjarhakk” sem er alveg laust við öll viðbótar- eðra rotvarnarefni og þykir hið mesta lostæti.
Hér eru nokkrar myndir sem Ísak Hólmar Sigurvaldsson, ljósmyndari Trölla á Hvammstanga, tók við þetta tækifæri.

Birgir Karlsson skurð-hakkari

Gunnar Smári Helgason hakkari

Dóra Eðvaldsdóttir yfirhakkari

Birgir Karlsson og Ingibjörg Rebekka Helgadóttir skurð-hakkakkarar

Hakkarar við iðju sína

Hökkun í fullum gangi.

HAKK.
Forsíðumynd og aðrar myndir: Ísak Hólmar Sigurvaldsson