Hakkbuff með fetaosti
- 700 g nautahakk eða blanda af nauta- og svínahakki
- 2 hvítlauksrif
- 1 egg
- 2 tsk þurrkað oregano
- 150-200 g mulinn fetaostur
- salt og pipar
- smjör til að steikja upp úr
Sósa
- 2 msk smjör
- 1/2 dl vatn
- 3 dl rjómi
- 2-3 msk kalvfond (eða grænmetisteningur)
- maizena
- salt og pipar
- smá rifsberjahlaup (má sleppa)

Blandið hráefninu í buffin vel saman (mér þykir gott að setja allt í hrærivélina) og mótið stór buff úr þeim. Steikið buffin á pönnu upp úr vel af smjöri. Á meðan er ofninn hitaður í 125°. Þegar buffin eru tilbúin eru þau sett í eldfast mót og inn í ofn til að halda þeim heitum.
Steikarsoðið af buffunum er notað í sósuna. Þegar öll buffin hafa verið steikt er væn smjörklípa sett á pönnuna. Bætið vatni og rjóma á pönnuna og smakkið til með kalvfond, salti og pipar. Mér þykir stundum gott að setja smá af rifsberjahlaupi í sósuna en því má sleppa. Að lokum er sósan þykkt með maizena . Leggið buffin í sósuna og látið þau sjóða í sósunni um stund við vægan hita.
Berið buffin fram með soðnum kartöflum og sultu.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit