Laugardaginn 14. apríl hélt Sólberg ÓF 1 til hafs á ný eftir nokkra daga í heimahöfn.
Á bryggjunni voru fjölskyldur sjómannanna að fylgja þeim til skips og eru kveðjustundirnar oft erfiðar. Þessi túr verður þó í styttra lagi, aðeins 19 dagar.
Sólberg ÓF kom fyrst til heimahafnar 19. maí 2017, þetta er hið glæsilegasta skip og er það tæpir 80 metrar að lengd, 15,4 metrar á breidd og alls 3.720 brúttótonn.
Skipið er í eigu Ramma hf. í Fjallabyggð og leysir af eldri togara, Mánaberg ÓF-42 og Sigurbjörgu ÓF-1.
Trölli.is óskar skipsverjum góðrar veiði og farsællar heimkomu.
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir