Um síðustu helgi hélt Regína Steinsdóttir jafnan nefnd Gigja stórglæsilega handavinnusýningu í Skálarhlíð á Siglufirði.

Til sýnis var afar fjölbreytt handavinna sem Gígja hefur unnið sér til gamans og gjafa handa vinum og vandamönnum í gegnum tíðina.

Það vakti athygli þeirra fjölmörgu gesta sem komu á sýninguna hvað Gígja hefur gert ótrúlega mikið magn fallegra muna og varð einum gesti að orði “þetta er eins og stór handavinnusýning sem haldnar voru hér í barnaskólanum í denn”

Svo fengu gestir ilmandi kaffi og gómsætar vöfflur með rjóma sem dætur Gígju og dótturdóttir bökuðu.

Sjá eldri frétt um sýninguna. Hér

 

Ótrúlega mikið magn af afar fallegum handavinnumunum var á sýningunni

 

Verið að spá og spekúlera

 

Virkilega gaman að skoða fallegt handverk

 

Mikil vinna liggur að baki sýningu sem þessarar og aðstoðuðu dætur Gígju þær Sigrún Þór, Elín Þór og Agnes Þór hana við að koma henni upp

 

Boðið var upp á gómsætar vöfflur með rjóma og ilmandi kaffi

 

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir