Stjórn Foreldrafélags Leikskála ákváð í ljósi aðstæðna að umbreyta árlegu páskabingói félagsins í páskahappadrætti, frekar en að slá viðburðinn af. Þannig verður happadrættið alfarið rafrænt. Áhugasamir kaupa miða í gegn um vefinn, greiða með millifærslu og fá miðann sinn afhendan í tölvupósti. Vinningarnir eru afar veglegir og dregið verður um 35 vinningsmiða mánudaginn 6. apríl nk. á skrifstofu Sýslumanns.
Tilgangur Foreldrafélagsins er að styðja við starf leikskólans, fyrst og fremst með því að greiða fyrir námskeið, leiksýningar, leikföng og annað slíkt í þeim tilgangi að auðga starfsemina og gleðja bæði börn og starfsfólk. Öll starfsemi Foreldrafélagsins fer fram í sjálfboðavinnu og er fjármögnuð með fjáröflunum.
Síðastliðið ár hefur Foreldrafélagið greitt fyrir danskennslu elstu tveggja árganga leikskólans, boðið öllum börnum og kennurum upp á leiksýningu um Einar Áskel, skipulagt sveitaferð og fjölskyldudag á Brúnastöðum í Fljótum auk þess sem félagið aðstoðaði jólasveinana við innpökkun og val á gjöfum til barnanna. Síðastliðinn föstudag færði félagið starfsfólki Leikskála gjafakörfur með ýmsu góðgæti, sem þakklætisvott foreldra fyrir vel unnin störf á þessum krefjandi tímum.
Sala happadrættismiðanna hefur gengið vonum framar, en enn eru til miðar og geta áhugasamir sent tölvupóst á netfangið foreldrafelagleikskala@gmail.com eða hringt í Anitu Elefsen í síma 865 2036 og pantað miða.
Páska og happadrættiskveðjur frá stjórn Foreldrafélagsins