Leikflokkur Húnaþings vestra hefur hafið æfingar á söngleiknum Hárið sem verður sýndur nk. páska í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Þátttakendur verða um 35 manns og eru 5 sýningar áætlaðar. Félagið fjárfesti nú á dögunum í þráðlausum hljóðnemum fyrir rúma milljón króna sem á eftir að koma að góðum notum í starfsemi félagsins.
Sýningar á Hárinu verða auglýstar nánar á komandi vikum.
Búast má við glæsilegri sýningu með nýjum ljósabúnaði og hljóðtækjum sem leikflokkurinn hefur fjárfest í undanfarið.

Marinó Björnsson og Kristinn Rúnar Víglundsson

Sigurvald Ívar Helgason, Aðalsteinn Grétar Guðmundsson og Eyþór Ágústsson

Ingibjörg Jónsdóttir og Aðalsteinn Grétar Guðmundsson

Marinó Björnsson

Eyþór Ágústsson

Eyþór Ágústsson, Valdimar Halldór Gunnlaugsson, Hörður Gylfason, Ingibjörg Jónsdóttir og Aðalsteinn Grétar Guðmundsson

Æfing
Forsíðumynd: af netinu