Á morgun, sunnudaginn 28. ágúst, kl. 14.00, verður hátíðarguðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju vegna 90 ára vígsluafmælis hennar.

Biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, prédikar. Guðsþjónustan verður tekin upp og henni útvarpað hálfum mánuði síðar á Rás 1.

Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu, í boði Systrafélagsins.

Sigurður Ægisson

Stór helgi fram undan