Nýtt lag frá Slagarasveitinni!

Langar þig að rifja upp gamaldags ferðalag?
Já þetta er “ferðalag á gömlum skrjóð, old days ævintýr, það var malarvegur, vætutíð og holótt slóð, týndur koppur, beygluð felga, sprungið dekk”. Eins og í alvöru ævintýrum hefur sagan þó góðan endi og “allt sem skiptir máli er ástin ég og þú!”

Þannig kviknar ástin er nýtt lag frá Slagarasveitinni og er það númer átta í röðinni sem sveitin sendir frá sér. Lagið er komið í massíva spilun á FM Trölla.

Höfundar texta eru Skúli Þórðarson og Ragnar Karl Ingason og lagið samdi Ragnar Karl.

Stjórn upptöku og forritun var í höndum Halldórs Ágústar Björnssonar.

Meðlimir Slagarasveitarinnar eru:
Valdimar H. Gunnlaugsson söngur
Geir Karlsson bassi og söngur
Skúli Þórðarson trommur, ásláttur og söngur
Stefán Ólafsson kassagítar og söngur
Ragnar Karl Ingason kassagítar og söngur.

Gestaspilarar í laginu eru:
Pétur Valgarð Pétursson rafgítar og
Helgi Már Hannesson hljómborð og pianó.

Myndina útvegaði Árborg Ragnarsdóttir

Aðsent