Mikið fjölmenni kom saman í íþróttahúsinu á Siglufirði þar sem hátíðardagskrá var sunnudaginn 20. maí vegna 100 ára afmælis Siglufjarðarkaupstaðar.
Hófst dagskráin með Hátíðarfundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þar sem tímamóta samþykkt bæjarstjórnar var undirrituð.
Gunnar bæjarstjóri setti hátíðina, ávörp voru flutt, nemendur Tónlistarskólans á Tröllaskaga, Ronja og ræningjarnir heilluðu veislugesti, Karlakórinn í Fjallabyggð söng nokkur lög undir stjórn Elíasar Þorvaldssonar, kór eldriborgara í Fjallabyggð söng nokkur lög, sönghópurinn Gómar fluttu nokkur lög lífleg að vanda, litskrúðugt síldargengi mætti, Siglfirðingafélagið og vildarvinir Siglufjarðar gáfu bænum veglega gjöf, er það þáttaröð um sögu Siglufjarðar sem verður tekin til sýninga á RÚV 2019.
Síðan var veislugestum boðið upp á gómsætar veitingar.
Myndir: Steingrímur Kristinsson
Hér koma fleiri myndir frá hátíðarhöldunum sem Steingrímur Kristinsson tók: MYNDIR