Hátíðarkvöld verður í Tjarnaborg í Ólafsfirði lagardaginn 30. júlí. Hátíðarkvöldið er viðburður á vegum Berjadaga.

Listamenn: Ármann Helgason klarínett, Einar Bjartur Egilsson píanó, Ásta Sigríður Arnardóttir sópran, Ólöf Sigursveinsdóttir selló, Slava Poprugin píanó

Einleiks-, þríleiks- og tvíleiksverk eftir Jón Nordal, Jóhannes Brahms, Snorra Sigfús Birgisson og Edvard Grieg.

Brugðið á leik með fjórum höndum á eitt hljómborð, Solveigs Lied eftir Grieg, íslensk tónlist í bland við tríó í c-moll eftir Brahms og kraftur tónlistarinnar drífur kvöldið áfram með klarínettuverkinu Ristur eftir Jón Nordal og klárar það með sellósónötu eftir Edvard Grieg í flutningi Ólafar og Slava Poprugin píanóleikara.

Húsið opnar kl. 19. Bar og hátíðarstemmning að vanda.

Sjá nánar dagskrá Berjadaga: HÉR